Gassprenging í húsi á Selfossi

Í gærkvöldi varð gassprenging í húsi á Selfossi. Engin slys urðu á fólki utan þess að hár húsráðandans sviðnaði lítillega og einhverjar skemmdir urðu á innréttingu. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Árnessýslu virðist sem slanga hafi lekið og því myndast gasþétting inni í innréttingu eða sökkli. Skápar og skúffur þeyttust fram á gólf.

Á sudurland.is kemur fram að sögn lögreglunnar vantaði í húsið gasskynjara, en slíkt tæki hefði komið í veg fyrir slysið. Lögreglan hefur ekki orðið var við slys af þessu tagi áður en mjög algengt er í nýbyggingum að hafa gaseldavélar. Segjast þeir ekkert hræðast gasið frekar en rafmagnið. Engin eldur kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert