„Samningur við ESB um tolla hefur gríðarlega þýðingu"

„Þessi samningur hefur gríðarlega þýðingu, ekki síst fyrir íslenska hestinn," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um tollasamkomulag Íslands og ESB. „Nú eru þessir erfiðu tollar sem hafa hindrað töluvert viðskiptin [með hesta] og gert þau dýrari að fara, þannig að það liðkar mjög fyrir og auðveldar viðskipti," segir hann og reiknar með að útflutningur á íslenska hestinum til útlanda muni aukast til muna.

Guðni segir að niðurfelling Evrópusambandsins á árstíðabundnum tollum á tómata og agúrkur séu stór tíðindi. „Nú höfum við náð samningum um að íslenskir bændur geta þess vegna hafið framleiðslu og flutt hana til Evrópu án tolla. Þetta er nokkuð sem menn hafa mikið spurt um því íslenskt grænmeti og gróðurhúsavörur þykja bragðgóðar og vekja athygli víða fyrir það," segir Guðni. „Það er áhugi bæði hjá íslenskum garðyrkjubændum og erlendum fjárfestum að framleiða á Íslandi til að flytja út í Evrópu."

Hann telur einnig mikilvægt fyrir íslenska neytendur að tollar á frosnu grænmeti falli niður, enda muni það skila sér í lægra verði.

Á móti fellir Ísland niður tolla á ýmsum sviðum, meðal annars á kartöflur, osta og rjúpur. Guðni segir að aukinn innflutningur á ostum breyti ekki miklu fyrir mjólkuriðnaðinn og sama gildi um kartöflur og rjúpur, hvorttveggja hafi verið flutt tollfrjálst til landsins í miklu magni og því breyti samkomulagið ekki miklu hvað þetta varðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert