41,4% kvenna og 20,3% karla telja að klám leiði til nauðgunar

Svo virðist sem framboð á klámi fari minnkandi í almannarými en hafi færst yfir á netið og sérhæfðar verslanir samkvæmt niðurstöðum könnunar sem nemendur í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands kynntu á málþingi um klám og kynlíf í íslensku samfélagi í dag.

Kynntar voru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal framhaldsskólanema til kynlífs og kláms. Meðal annars var kynnt spurningakönnun um viðhorf til kláms og kynlífs sem lögð var fyrir um 300 framhaldsskólanema.

Þar kemur m.a. fram að 41,4% kvenna í þeim hópi telja að klám leiði til nauðgunar en einungis 20,3% karla. Um 92,6% karla í sama hópi langar til að prófa það sem fyrir ber í klámi en 68% kvenna og 62,5% karla telja að klám bæti kynlíf fólks en 39,9% kvenna telja það sama.

Klám í almannarými minnkar
Í könnununni var athuguð tíðni kláms í sjónvarpi, dagblöðum og tímaritum og framboð þess í verslunum. Að sögn Guðbjargar Hildar Kolbeins, kennara í fjölmiðlafræði, hefur slík rannsókn ekki farið fram áður en undanfarin átta ár hefur hún kennt um áhrif kláms og ofbeldis við Háskóla Íslands og segir nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar slíkar rannsóknir.

Gerð var vettvangsathugun á aðgengi að klámi í almannarými og kom þar m.a. fram að framboð á klámi er lítið í matvöruverslunum, bensínstöðvum, myndbandaleigum og bókabúðum en mikið í erótískum verslunum og virðist sem klámið hafi færst yfir í þær verslanir sem sérhæfa sig í kynlífstengdum varningi.

Kynferðislegur undirtónn í sjónvarpi
Þrátt fyrir minnkandi framboð á klámi í verslunum virðist sem kynferðislegur undirtónn sé í mörgu af því efni sem fyrir augu ber á sjónvarpsskjánum og kom meðal annars fram að klámmyndaleikstjórar hefðu verið fengnir til að leikstýra myndböndum þekktra tónlistarkvenna og að konur notuðu kynferði sitt í tónlistarmyndböndum, hvort sem þær væru þar í aðalhlutverki eða ekki.

Samkvæmt könnuninni sem kynnt var á málþinginu kom í ljós að konur voru taldar í kynæsandi fatnaði í yfir 80% þeirra 276 laga sem könnuð voru á sjónvarpsstöðinni Popptíví. Á RÚV mældust 13,75% þátta sem taldir voru innihalda klámfengið efni en 17,66% þátta á Stöð 2.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert