Eldur í útihúsi við Háteigsskóla

Eldur kom upp í kamar á lóð Háteigsskóla í Reykjavík um klukkan níu í kvöld. Kamarinn stendur alveg upp við skólahúsið og var í fyrstu talið að eldurinn hefði náð að brjóta sér leið inn í skólahúsið og kölluðu slökkviliðsmenn á staðnum því á liðsauka frá öðrum stöðvum. Eldur reyndist þó ekki kominn í húsið heldur hafði mikill reykur farið þar inn og fyllti hann nokkur rými í skólahúsinu. Starf slökkviliðsins fólst því fyrst og fremst í reykræstingu en ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skólahúsinu. Eldsupptök eru í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert