Innisundlaug í Vesturbæjarlaug

Úr skólasundi í Vesturbæjarlauginni.
Úr skólasundi í Vesturbæjarlauginni. Ásdís

Innisundlaug verður gerð við Vesturbæjarlaugina innan tíðar og verður byrjað á verkinu strax á næsta ári. Er þetta fyrsta meiriháttar framkvæmd við sundlaug í Reykjavík frá því stóra innilaugin í Laugardal var tekin í notkun.

Íþrótta- og tómstundaráð ráðgerir nú að endurbæta og byggja við Vesturbæjarlaugina á næstunni og hefur borgarráð nýlega samþykkt að viðhafa forval vegna framkvæmda við laugina og hugsanlegrar aðstöðu til heilsubótar þar. Jafnvel er gert ráð fyrir að um einkaframkvæmd verði að ræða segir á heimasíðu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs.

Um er að ræða 25 metra innisundlaug á lóðinni austan við Vesturbæjarlaugina og líkamsræktarsal. Kostnaður hefur ekki verið reiknaður út en ráðgert er að klára viðbyggingarnar á einu ári að sögn Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra hjá ÍTR.

Á ári hverju koma um 250 þúsund manns í Vesturbæjarlaugina og það sem af er árinu hafa rúmlega 170 þúsund manns komið. Starfsemin er orðin of viðamikil fyrir núverandi pláss að sögn Steinþórs. Mikil ásókn hafi orðið í sunddeildir íþróttafélaganna almennt eftir að stóra innilaugin í Laugardal var opnuð og sé því ljóst að hún hafi smitað rækilega út frá sér á undanförnum misserum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert