Tveir menn fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun

Frá vettvangi á Eskifirði í morgun.
Frá vettvangi á Eskifirði í morgun. mbl.is/Helgi Garðarsson

Sjó með ósoni í var dælt inn í hráefnistank sem tveir menn voru að vinna í um borð í togaranum Aðalsteini Jónssyni í Eskifjarðarhöfn um tíuleytið í morgun. Þeir eru á leið á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað. Mennirnir kenndu þyngsla þyngsla fyrir brjósti og voru mjög slappir að sögn skipstjóra. Mennirnir voru að þrífa tankinn þegar óhappið varð og hafa líklega fengið ósoneitrun. Tæki um borð í togaranum býr til óson sem er blandað í sjó til sótthreinsunar þar sem fiskur er unninn til manneldis um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert