Nýtt tímarit um sagnfræði

Sagan öll, nýtt tímarit um sagnfræði, kemur út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar og síðan mánaðarlega á vegum útgáfufélagsins Birtíngs. Illugi Jökulsson er ritstjóri blaðsins.

Í fyrsta tölublaði er m.a. grein um fyrstu íbúa Reykjavíkur, sem kunna að hafa verið rostungaveiðimenn en ekki bændur eins og almennt hefur verið talið. Þá er grein eftir Guðna Th. Jóhannesson um hlerunarmál og uppljóstrara sem virðist hafa leynst í röðum vinstrimanna árið 1968.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert