Þórdunur miklar á Laugarvatni

„Þetta var mjög skemmtilegt, svona úr hæfilegri fjarlægð," sagði Hilmar Einarsson á Laugarvatni um þrumuveðrið sem gekk þar yfir síðdegis í gær.

Að sögn Hilmars voru heilmiklar drunur, þannig að börn á svæðinu skelfdust og eldingarnar voru vel sýnilegar í dagsljósinu.

Hilmar sagðist ekki vita til þess að tjón hefði orðið af veðrinu eða að eldingunum hefði slegið niður.

Þrumuveðrinu fylgdu smáskúrir, sem bændur voru fegnir, en miklir þurrkar hafa verið á Suðurlandi í sumar. Það er ekki ofsögum sagt að tíðarfar þarf að vera harla óvenjulegt til þess að bændur taki rigningu fagnandi í miðjum heyskap.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert