Framtíð 100 ára húss í uppnámi

Bergstaðastræti
Bergstaðastræti mbl.is/Golli
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

gudrung@mbl.is

Nýlega var húsið Hverfisgata 44 flutt á lóðina Bergstaðastræti 16 og sómir það hús sér þar vel á horni sem áður var bílastæði en er nú orðið að tveimur flutningslóðum. En svo kaldhæðnislega vill til að við hliðina á auðu flutningslóðinni, Bergstaðastræti 18, er hús, rösklega 100 ára gamalt, að grotna niður.

Hafa fengið neitun um að rífa

Um er að ræða Bergstaðastræti 20 sem er myndarlegt að gerð og vel viðað að mati Magnúsar Skúlasonar, forstöðumanns Húsafriðunarnefndar, sem sækir fast að þetta hús verði endurnýjað. Eigandi umrædds húss er ÞV verktakar sem sótt hafa um að rífa húsið en fengið neitun og sýna því nú vægast sagt litla ræktarsemi.

Að sögn Magnúsar Sædal byggingarfulltrúa er ekki að sjá að ný umsókn um niðurrif muni leiða til annarrar niðurstöðu en nú er uppi. Hann kvað koma til greina í slíkum tilvikum sem þess að gefa eigendum frest til að endurnýja húsið, að viðlögðum dagsektum ef út af er brugðið.

Nánar er fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert