Óveður í Húnavatnssýslum

Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli og stórhríð er á milli Skagastrandar og Blönduóss og á Siglufjarðarvegi. Óveður er frá Hvammstangavegamótum að Víðihlíð. Snjóþekja og éljagangur er á Norðaustur- og Austurlandi og stendur mokstur þar yfir. Ófært er yfir Breiðdalsheiði.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálka og óveður er á Holtavörðuheiði. Hálka, éljagangur og snjóþekja er víða á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Eyrafjall er ófært eins og er en verður væntanlega fært síðdegis. Ófært er um Dynjandisheiði, og Hrafnseyrarheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert