Fundað í Valhöll

Frá fundinum í Valhöll.
Frá fundinum í Valhöll. mbl.is/Ómar Óskarsson

,,Við vitum að í haust varð ákveðið klúður, mistök af okkar hálfu. Við höfum nú fengið tækifæri til að sýna að það skiptir máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á fundi í Valhöll í morgun.

,Þess vegna verðum við sem fyrr að umgangast þessi völd af virðingu og með hagsmuni fólksins í borginni að leiðarljósi. Ég vil meina að rótið sem varð við síðustu stjórnarskipti í borginni sýni að fólkið vill stöðugleika og ákveðna kyrrð, enda eru verðmæti falin í stöðugleika í stjórnarfari.” Og Þorgerður kvað dóm almennings um frammistöðu Framsóknarmanna í borginni ljósan. ,,Við sjáum í skoðanakönnunum að Framsóknarflokkurinn er á góðri leið með að kála sér sjálfur í borginni.”

,,Mikið er búið að gerast í stjórnmálum á undanförnum dögum og vikum. Menn velta því fyrir sér hvort það hafi áhrif á ríkisstjórnina. Svo er ekki," sagði Þorgerður Katrín.

Þorgerður vitnaði í fjölmiðlaumfjöllun um ríkisstjórnarsamstarfi og velgengni Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum upp á síðkastið. ,,Jafnvel í virtustu blöðum er sagt að með því að taka Samfylkinguna inn í ríkisstjórn sé verið að gefa henni vængi. En við megum ekki gleyma því að í kosningunum 2003 var Samfylkingin ekki í ríkisstjórn og einungis munaði 3% á flokkunum. Við höfum séð hæðir og lægðir í skoðanakönnunum. Í maí og júní 2005 munaði bara um 2% á þessum tveimur flokkum. Síðan um haustið rukum við upp í 44%.”

Þorgerður Katrín ræddi stöðu ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni.
Þorgerður Katrín ræddi stöðu ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert