Biskup Íslands á útifundi um ástandið Palestínu: Hingað og ekki lengra

Frá útifundinum á Austurvelli í Reykjavík í dag. Talið er …
Frá útifundinum á Austurvelli í Reykjavík í dag. Talið er að um 1.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum. mbl.is/Kristinn

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands sagði á útifundi, sem haldinn var á Austurvelli síðdegis um ástandið í Palestínu að ef allir leggðust á eitt - ef heimsbyggðin segði hingað og ekki lengra, þurfi ekki að liggja lengi yfir samningum.

„Þess vegna stöndum við ekki hjá þegar sárir fá ekki aðhlynningu og þyrstir ekki að drekka, þegar hjálparstarfsfólki er meinað að sinna nauðstöddum, þegar brennur í kringum Fæðingarkirkjuna í Betlehem þar sem friðarhöfðinginn sjálfur var lagður í jötu. Segjum öll hingað og ekki lengra! Hörfi nú allir til sinna stöðva og haldi sig innan marka samninga þar til friður og nýjar forsendur eru fyrir hendi," sagði Karl og sagðist biðja þess að stjórnvöld Ísraels snúi við af þessari óheillabraut. Auk Karls fluttu Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og alþingismennirnir Ögmundur Jónasson og Katrín Fjeldsted ávarp á fundinum sem skipulagður var af ASÍ, BSRB, Öryrkjabandalagi Íslands og félaginu Ísland-Palestína. Ávarp biskups í heild
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert