Seldi sálu sína fyrir 1.500 krónur

Gareth Malham auglýsir sálu sína á Netinu.
Gareth Malham auglýsir sálu sína á Netinu. mbl.is

Gareth Malham, 26 ára gamall háskólanemi og listamaður frá Newcastle-upon-Tyne í Englandi, hefur selt sálu sína fyrir rétt rúmar 1500 krónur.

Salan fór fram á Netinu þar sem Malham bauð sál sína hæstbjóðanda á eBay uppboðsvefsetrinu. Uppboðið hófst í 10 pundum, 1310 krónum, og á endanum var sálin slegin karlmanni frá Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir 11.61 pund, eða 1520 krónur. Að sögn Malhams vantaði kaupandann sál vegna þess að hann hafði tapað sinni eigin í hokkíveðmáli. Kirkjunnar menn í Bretlandi hafa fordæmt söluna og lýst hana "hættulega".

Malham segist hafa fengið hugmyndina frá Simpson-þætti þar sem Bart framkvæmir svipaðan verknað.

Salan á sálunni fer þannig fram að sögn Malhams að þegar hann hefur fengið sendan í pósti tékkann fyrir sálu sinni þá muni hann útbúa löglegt afsal, skrifað með sínu eigin blóði, og senda hinum nýja eiganda sálar sinnar.

"Auðvitað hef ég ekki áhyggjur af því að ég sé í raun og veru að selja sálu mína, því ég trúi því að hún sé ennþá innra með mér og ófæranleg," segir Malham. "Það sem heillar mig mun meira er sú staðreynd að einhver var tilbúin til þess að kaupa sálina." Malham segist vera með þessu athæfi sínu að sýna fram á að nú á tímum markaðsdýrkunar sé nákvæmlega allt falt. Þó segist hann viðurkenna fúslega að hafa vonast eftir að fá meira fyrir sálina því þegar hann verði búinn að greiða fyrir sendingakostnaðinn verði hagnaðurinn trúlega uppurinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson