Hvetja til að ísraelskar vörur verði sniðgengnar

Undirrituð hefur verið af stuðningsfélögum Palestínu á Norðurlöndum ályktun þar sem hvatt er til að ísraelskar vörur og þjónusta verði sniðgengin. Félagið Ísland-Palestína á aðild að ályktuninni.

Í tilkynningu frá Íslandi-Palestínu segir, að frá og með norræna sniðgöngudeginum, 14. september muni félagið beita sér fyrir því að ísraelskar vörur verði sniðgengnar hérlendis af einstaklingum og fyrirtækjum. Bréf hafa verið send til innkaupastjóra og framkvæmdstjóra helstu verslanakeðja á Íslandi og þeir hvattir til að sniðganga ísraelskar vörur, að fordæmi norrænna verslanakeðja, og taka málið upp á vettvangi Samtaka verslunar og þjónustu. Þegar liggur fyrir að málið verður til umræðu hjá samtökunum á næstunni að frumkvæði eins meðlima þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert