Bókasafn Háskólans í Reykjavík opið allan sólarhringinn

Nemendur við Háskólann í Reykjavík geta nú nýtt sér aðstöðu á bókasafni og upplýsingamiðstöð skólans allan sólarhringinn. Með sólarhringsaðgangi að bókasafninu stendur nú tölvuaðstaða, bókasafn og lærdómsaðstaða í skólanum nemendum til boða 24 tíma á dag.

Undanfarin þrjú skólaár hafa allir nemendur skólans fengið sérstakt aðgangskort sem veitir þeim aðgang að skólanum allan sólarhringinn.

Jafnframt hefur afgreiðslutími þjónustudeildar skólans verið rýmkaður, þ.a. nú er opið á laugardögum frá kl. 08.00 til kl. 14.00. Er þetta gert til að mæta þörfum þeirra nemenda sem sækja námskeið á laugardögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert