Api í makaleit ræðst á japanskar konur

Api í leit að maka hefur ráðist á 23 konur í bæ í norðurhluta Japans á síðustu dögum. Hefur verið gefin út viðvörun til bæjarbúa og börnum er ráðlagt að fara í hópum í skólann.

Árásirnar hófust í gærmorgun þegar apinn beit 14 konur þegar þær fóru út með rusl eða til vinnu. Þá réðist hann á níu konur til viðbótar í morgun. Flestar konurnar voru á aldrinum 50-80 ára.

Lögregla vopnuð deyfilyfjabyssum, háfum og búrum, kíkti inn í runna og hristi tré í hæð ofan við bæinn í leit að apanum.

Apar fara yfirleitt um í hópum en á mökunartímanum, sem stendur frá desember fram í febrúar, fara þeir hins vegar einförum í leit að maka.

Ekki er óvenjulegt að apar ráðist á fólk í Japan en einum apa hefur sjaldan verið kennt um jafn margar árásir. Algengustu apar í fjallahéröðum í Japan eru svonefndir macaque-apar sem eru um 60 sm á hæð og vega um 15 kg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir