Morgunblaðsgrein veldur skurki: Hart barist um Nirvana

Nirvana.
Nirvana.

Rokksveitin Nirvana vekur sterkar tilfinningar með aðdáendum sínum þótt nokkuð sé liðið síðan hún leystist upp í kjölfar þess að leiðtogi hennar, Curt Kobain, fyrirfór sér. Það sýna viðbrögð við grein, sem birtist á sunnudag á listasíðum Morgunblaðsins um Nirvana í greinaflokki sem kallast "Af listum". Þar leggur höfundurinn, Arnar Eggert Thoroddsen, út frá því að sveitin standi ekki undir lofinu sem á hana hefur verið ausið í gegnum tíðina, en jafnan er hún talin ein áhrifamesta rokksveit sögunnar.

Greinin hefur dregið nokkurn dilk á eftir sér og hrundið af stað umræðu hjá tónlistaráhugamönnum enda segir stafrétt í greininni: "Nirvana er ofmetnasta rokksveit sögunnar og lagasmiður hennar, Kurt Cobain, er ofmetnasti lagasmiður sem dægurmenningin hefur getið af sér."

Sýnilegust er umræðan á hinum fjölsótta vef www.hugi.is. Skoðanaskiptin vegna umræddrar greinar eru vistuð undir sama nafni og upprunalega greinarheitið, "Nirvana skiptir ekki máli" og er nú í þriðja sæti sem "Heit umræða" á síðunni.

Póstar eða álit sem hafa verið send inn eru komin yfir hundrað og sitt sýnist hverjum. Flestir taka þó afstöðu gegn greininni, og draga margir ekkert undan og eru með stóryrtar yfirlýsingar. Sumir nálgast efnið þó með mýkri leiðum, og skrifa settlegar greinar og lengri. En aðrir bakka þá greinarhöfund upp og taka undir það að Nirvana sé ofmetin sveit. Þessi háværa umræða sýnir öðrum fremur að rokktónlist er ekki bara hávaði heldur mörgum hverjum hjartans mál og fúlasta alvara ef út í það er farið.

Hér á eftir má sjá sýnishorn af umræðunni á huga.is, sem og álit tveggja af virtustu rokkspekúlöntum landsins á Nirvana og skrifum Arnars Eggerts.

Á MÓTI

*"Með þessari grein var botninum náð í íslenskri tónlistarblaðamennsku. Ég skil ekki hvað vakir fyrir Arnari."

*"Ég verð nú að segja það að Arnar Eggert Thoroddsen hefur greinilega ekki mikið vit á Nirvana eða tónlist almennt."

*"Maður getur nú ekki sagt að Cobain sé lélegur lagasmiður ... Cobain var snillingur í að búa til lög úr fjórum gripum. Stundum tveimur..."

*"Nevermind er ein mesta breakthrough plata ever, og því verður ekki neitað. Að halda öðru fram er einfaldlega fáfræði og asnaskapur!"

*"Hvernig getur fólk sagt að tónlist sé ofmetin? ... Það er eins og að segja "pizzur eru ofmetnar"."

MEÐ

*"Arnar er jafn "right on" hér og þegar hann fjallaði um "Svona er sumarið"-ruslið sem kom út í fyrra."

*"Þessi grein er ótrúlega góð, vel skrifuð og rétt. Nirvana eru ofmetnir."

* "Þeir eru nú ekki besta rokksveit allra tíma, né sú versta ... Hins vegar finnst mér rétt að Nirvana séu frekar ofmetnir ... góð grein, og gott að vekja athygli á þessu..."

*"Nirvana er ekki popp en þeir voru nú samt pop-ular en því miður voru þeir ekkert í því að þróa tónlist betur en hún er í dag, þessvegna eru Nirvana svo MIKLU ofmetnari en Bítlarnir."

* "Nirvana eru nú oft dýrkaðir full mikið eins sjá má ofangreindum svörum."

Hugi.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson