Coldplay sigursæl á MTV-hátíðinni í New York

Britney og Madonna kyssast á MTV-hátíðinni í gær.
Britney og Madonna kyssast á MTV-hátíðinni í gær. AP

Rappsöngkonan Missy Elliot vann ein helstu verðlaun myndbandahátíðar MTV sjónvarpsstöðvarinnar, sem fram fór í New York í Bandaríkjunum í 20. skipti í gærkvöldi. Elliot hlaut verðlaun fyrir myndband ársins fyrir lagið “Work it”. Þá fékk hún verðlaun fyrir besta Hip Hop myndbandið, en Elliot var tilefnd til átta verðlauna.

Þá unnu Justin Timberlake, Beyonce Knowles og breska hljómsveitin Coldplay til verðlauna, en hver um sig hlaut þrenn verðlaun. Timberlake fékk verðlaun fyrir besta poppmyndbandið, besta dansmyndbandið og besta myndbandið í flokki karlsöngvara. Coldplay fékk verðlaun fyrir “The Scientist” í flokki laga sem slógu í gegn, besta myndband með hljómsveit og bestu leikstjórn í flokki myndbanda. Beyonce vann verðlaun fyrir besta kvenmyndbandið, besta RandB-myndbandið og fyrir bestu sporin í “Crazy In Love”.

Í flokki nýliða hlaut 50 Cent verðlaun fyrir lagið “In Da Club”. Kántrý söngvarinn Johnny Cash, sem er 71 árs, var tilnefndur í átta flokkum og hlaut verðlaun í flokki kvikmyndagerðar fyrir myndbandið “Hurt”. Hann gat ekki tekið við verðlaununum vegna sjúkrahúsvistar.

Opnunaratriði hátíðarinnar vakti umtal en þar komu fram söngkonurnar Britney Spears, Christina Aguilera og Madonna. Söngkonurnar Britney og Madonna kystust blautum kossi í atriðinu, en þær þrjár sungu lagið “Like A Virgin”. Um er að ræða sama lagið og Madonna söng á MTV-hátíð fyrir 19 árum.

Breska hljómsveitin Duran Duran fékk verðlaun fyrir langan feril sveitarinnar.
Breska hljómsveitin Duran Duran fékk verðlaun fyrir langan feril sveitarinnar. AP
Missy Elliott hampar verðlaunum sínum á hátíðinni.
Missy Elliott hampar verðlaunum sínum á hátíðinni. AP
Tennisstjörnunar Venus og Serena Williams komu fram á hátíðinni.
Tennisstjörnunar Venus og Serena Williams komu fram á hátíðinni. AP
Chris Martin tekur við verðlaunum eftir að sveitin vann ein …
Chris Martin tekur við verðlaunum eftir að sveitin vann ein af þremur verðlaunum á MTV-hátíðinni. AP
Eminem kom fram og söng eitt lag með 50 Cent. …
Eminem kom fram og söng eitt lag með 50 Cent. Hér er hann ásamt brúðunni Ed. AP
Justin Timberlake ásamt Pharrell Williams.
Justin Timberlake ásamt Pharrell Williams. AP
Beyonce Knowles vann til þrennra verðlauna.
Beyonce Knowles vann til þrennra verðlauna. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson