Heimsmeistari í steini-pappír-skærum

Þrjúhundruð og tuttugu manns tóku um síðustu helgi þátt í heimsmeistarkeppni sem haldin var í Kanada í leiknum steini-pappír-skærum.

Sigurvegarinn var heimamaður, Rob Krueger að nafni, en hann vann landa sinn Marc Rigaux í úrslitum. Að launum fékk Krueger jafnvirði 300 þúsund króna.

Krueger er sagður hafa beitt sóknartaktík en Rigaux varnartaktík sem ekki bar árangur í þessari viðureign.

Fyrir þá, sem ekki vita um hvað leikurinn snýst, þá ákveða keppendur hvort þeir mynda stein, pappír eða skæri með höndinni. Þeir sýna höndina samtímis og þar sigrar pappírinn steininn, steinninn sigrar skærin og skærin sigra pappírinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson