Meat Loaf hné niður á tónleikum

Meat Loaf.
Meat Loaf.

Bandaríski rokksöngvarinn og kvikmyndaleikarinn Meat Loaf hné niður þar sem hann var að syngja á tónleikum á Wembley í Lundúnum í gærkvöldi. Að sögn sjónarvotta hjálpuðu undirleikararnir Meat Loaf út af sviðinu. Hann birtist aftur fimm mínútum síðar og reyndi að syngja lagið I Would Do Anything For Love en varð að hætta eftir fyrsta erindið.

Meat Loaf tilkynnti síðan að hann gæti ekki haldið tónleikunum áfram því honum liði hræðilega. Í síðustu viku aflýsti Meat Loaf tónleikum í Manchester og Cardiff vegna veikinda. Í fréttatilkynningu frá söngvaranum segir að hann hafi fengið inflúensu.

Meat Loaf hlaut heimsfrægð þegar platan Bat Out of Hell kom út. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum á borð við Fight Club og Wayne's World.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson