Handteknir fyrir að stela 65 aurum

Það er óhætt að segja að lögreglumenn í Japan taki starf sitt alvarlega. Embættismaður greindi frá því í dag að lögregla hafi handtekið tvo menn sem gert er að sök að hafa rænt rafmagni að andvirði um eins jens eða 65 íslenskra aura.

Annar mannanna, 38 ára, var gripinn glóðvolgur í eftirliti lögreglu þegar hann notaði rafmagn sem ætlað var neon-ljósaskilti til að hlaða rafhlöðu í gsm-símanum sínum í september á síðasta ári.

Hinn sakborningurinn, 22 ára háskólastúdent, var að sýna listir sínar á götuhorni og tók úr sambandi sjálfssala til að setja ferðahljómtækið sitt í samband. Lögreglu var gert aðvart um málið þegar nágrannar kvörtuðu undan hávaða.

Lögreglan segist ekki geta slegið slöku við þó svo að ránsfengurinn hafi verið hljóðað upp á háar upphæðir í þessum tveimur tilvikum. Báðum mönnum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og sluppu þeir með áminningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson