Madonna undirbýr tónleikaferð um heiminn

Madonna hefur nýlega gefið út barnabækur og á myndinni sést …
Madonna hefur nýlega gefið út barnabækur og á myndinni sést hún ræða við hóp barna um bókina Eplin hans herra Peabodys. AP

Madonna undirbýr nú tónleikaferð um heiminn og segja breskir fjölmiðlar að ferðin muni hefjast í Slane kastala á Írlandi. Þessi kastali, sem stendur á bakka árinnar Boyne, hefur verið vinsæll áfangastaður heimsfrægra poppstjarna en tónleikasvæðið þar rúmar um 100 þúsund áhorfendur.

Breska blaðið Daily Star on Sunday hefur eftir einum tónlistarmannanna í hljómsveit Madonnu, að æfingar séu þegar hafnar og tilkynnt hafi verið að leikið verði í Slane kastala.

Til þessa hefur mikil leynd hvílt yfir áformum Madonnu um tónleikaferð, en Daily Star hefur eftir heimildarmönnum að á tónleikunum ætli Madonna að flytja mörg af sínum þekktustu lögum og búningarnir verði byggðir á tísku síðustu aldar.

Madonna hefur ekki farið í tónleikaferð síðan árið 2001 þegar hún hélt 48 tónleika undir yfirskriftinni Drowned World. Hún hefur á síðustu árum einbeitt sér að uppeldi barna sinna, þeirra Lourdes og Rocco og en Madonna er gift leikstjóranum Guy Ritchie.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson