Bryggjan í Brighton brotnaði í sundur

Lögreglukona stendur vörð við Vesturbryggjuna í dag.
Lögreglukona stendur vörð við Vesturbryggjuna í dag. AP

Hluti af bryggjunni West Pier í Brighton í Englandi, brotnaði af í morgun og skolaði út á sjó. Bryggjan var eitt sitt vinsæll ferðamannastaður en á henni var leikhús, hljómsveitarpallur og tónlistarhús. Vesturbryggjan, sem byggð var fyrir 135 árum, verið lokuð frá árinu 1975 og var orðin hrörleg en til stóð að hefja á henni endurbyggingu.

Skemmtibryggjur eru víða í strandbæjum við suðurhluta Englands en tugir þeirra hafa þó hrunið vegna skorts á viðhaldi. Fyrir um öld voru yfir 100 slíkar viða á ströndinni; nú er um helmingurinn eftir.

Vesturbryggjunni í Brighton var lokað 1975 og hefur síðan skemmst í óveðrum. Samtök, sem kenna sig við bryggjuna, hafa varið um 200 milljónum króna til að undirbúa endurbyggingu mannvirkisins og áttu framkvæmdir að hefjast á næsta ári.

Hallarbryggjan, sem er austur af Vesturbryggjunni, er enn vinsæll ferðamannastaður í Brighton.

Heimasíða West Pier-samtakanna

Vesturbryggjan í Brighton.
Vesturbryggjan í Brighton.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert