Tvinnbíll í Formúlu 1 á næsta ári

Bíll BMW Sauber-liðsins.
Bíll BMW Sauber-liðsins. Reuters

BMW hefur tilkynnt að Formúlu 1-liðið BMW-Sauber muni á næsta ári nota tvinnbíl. Breytingar á reglum í keppninni heimila keppnisliðum að nota 60 kílóvött (u.þ.b. 80 hestöfl) í allt að sex sekúndur í einu til viðbótar þeim ríflega 750 hestöflum sem vélar bílanna gefa. Rafmagninu verður þá safnað með bremsum bílanna.

Rafmagnið verður væntanlega geymt á litíumrafhlöðu eða háþétti. Með þéttitækninni er hægt að geyma rafmagn og nota það hraðar en með rafhlöðum. BMW hefur undanfarin ár sýnt þéttikerfi á bílasýningum, en einungis í tilraunabílum.

Þetta kemur fram í frétt á vefnum Technoride.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert