Richard Stallman með fyrirlestra hér á landi

Richard M. Stallman
Richard M. Stallman R.M. Stallman

Bandaríski eðlisfræðingurinn Richard Stallman heldur fyrirlestra hér á landi á mánudag og þriðjudag um höfundarrétt og einkaleyfi á hugbúnaði. Stallmann hefur unnið brautryðjendastörf á sviði hugbúnaðar og hugmyndir hans um frjálsan hugbúnað og frelsi einstaklingsins eru grundvöllur svonefnds Free/Open-Source hugbúnaðar.

Stallman skrifaði fyrsta svonefnda GPL leyfið og skrifaði einnig margar af fyrstu útgáfum svonefnds GNU hugbúnaðar. Dæmi um hugbúnað sem er gefinn út undir GPL leyfinu er Linux kjarninn og stærstur hluti þess hugbúnaðar, sem keyrir undir GNU/Linux stýrikerfinu.

Félagið RGLUG stendur fyrir komu Stallmans hingað til lands og hefur m.a. notið styrks frá menntamálaráðuneytinu.

Fyrirlestrar Stallmans verða fluttir í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð milli klukkan 16-18 báða dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert