Viagra sagt hafa bjargað lífi fyrirbura

Götusali í Pekíng býður smokka og Viagra á sértilboði: tvær …
Götusali í Pekíng býður smokka og Viagra á sértilboði: tvær fyrir eina. AP

Foreldrar breska drengsins Lewis Goodfellow telja að stinningarlyfið Viagra hafi bjargað lífi hans en Lewis fæddist á 24 viku meðgöngu og vó þá einungis 800 grömm. Þá hafði annað lunga hans ekki þanist út og því náðu lungu hans ekki að senda nógu mikið súrefni út í líkama hans.

Lewis var því við dauðans dyr er læknum hans datt í hug að gefa honum stinningarlyfið Viagra. Við það opnaðist sá hluti lungna hans sem hafði verið lokaður og blóðstreymi jókst.

Lewis fæddist í ágúst á síðasta ári og var útskrifaður af sjúkrahúsi í janúar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert