Læknar hvetja tóbaksfíkla til að nota frekar snús en sígarettur

Það er mun skárra að nota snús en reykja sígarettur, …
Það er mun skárra að nota snús en reykja sígarettur, segir í grein í læknatímariti. AP

Í grein, sem tveir bandarískir læknar hafa skrifað í læknatímaritið Lancet, segir að reykingamenn sem leiti hættuminni leiða til að svala nikótínþörf sinni ættu að nota sænskt neftóbak, svonefnt snús, en mun minni hætta sé á að fá krabbamein af slíkri tóbaksnotkun en reykingum.

Í greininni, sem birtist í kvöld á vef tímaritsins, segir rannsóknir sýni, að 10 sinnum meiri líkur sé á að reykingamenn fái lungnakrabba en fólk sem notar snús. Þessar niðurstöður gætu leitt til þess að þjóðir endurskoði bann við notkun snús en þetta tóbak er t.d. bannað í öllum ríkjum Evrópusambandsins, nema Svíþjóð, og einnig hér á landi en eina neftóbakið, sem leyft er að nota, er það sem ÁTVR framleiðir. Notkun snús er hins vegar leyfð í Bandaríkjunum.

„Við ættum ekki að hika við að leyfa snús að keppa við sígarettur um markaðshlutdeild," segir í grein þeirra Jonathans Foulds og Lynn Kozlowski hjá læknaháskólanum í New Jersey. „Bann eða andstaða við snús í umhverfi þar sem sígarettureykingar eru úrbreiddar, er ekki skynsamleg heilbrigðisstefna.

Læknarnir fóru yfir niðurstöður tveggja rannsókna. Í annarri var fylgst með 280 þúsund Svíum á 20 ára tímabili og í hinni var reynt að leggja mat á áhrif þess ef snús yrði leyft í Ástralíu.

Snús er ekki hættulaust og að minnsta kosti 30 krabbameinsvaldandi efni finnast í því. Árið 2004 staðfesti Evrópudómstóllinn sölubann á snús á þeirri forsendu að neysla þess væri óumdeilanlega skaðleg. Hins vegar benda rannsóknirnar tvær til þess, að þetta tóbak sé ekki eins skaðlegt og áður var talið og alls ekki eins skaðlegt og reyktóbak.

Heimasíða Lancet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert