Sælgætisleysi lengir lífið

Fólk sem sleppir sælgætisáti getur hugsanlega lengt líf sitt um fimmtán ár, samkvæmt niðurstöðum nýrrar þýskrar rannsóknar. Samkvæmt rannsókninni, sem greint er frá í breska blaðinu Daily Mail, kemur takmörkun sykurneyslu af stað ferli í líkamanum sem getur lengt líf viðkomandi um allt að 20%. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Talið er að rekja megi þróunin til þess að skortur á glúkósa auki hlutfall „frjálsra mólikúla” í líkamanum en þar er um að ræða gölluð mólikúl sem hafa þau langtímaáhrif að auka viðnám líkamans.

„Það er greinilega gott fyrir líkamann til langs tíma litið að fá litla örvun þó það sé gott til skamms tíma litið,” segir Michael Ristow, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í viðtali við Daily Mail. Greint er frá rannsókninni í vísindatímaritinu Journal Cell Metabolism en rannsóknin var framkvæmd á ormum. Voru ormunum gefin efni sem komu í veg fyrir að þeir gætu nærst á glúkósa. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að ormar og apar, sem nærast á hitaeiningasnauðu fæði lifa lengur en þeir sem nærast á hitaeiningaríki fæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert