Fréttir í WAP-síma

Hægt er að lesa fréttir af fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í WAP símum. Nálgast má fréttirnar í gegnum valmyndir á WAP-síðum Landssímans og Og Vodafone, en einnig er hægt að slá beint inn slóðina wap.mbl.is í símanum. Leiðbeiningar um uppsetningu WAP-síma er að finna hjá Og Vodafone og Símanum (undir liðnum WAP stillingar)..

Fréttir í lófatölvur

Til að skoða fréttavef mbl.is á Palm-lófatölvu má nota ókeypis hugbúnað sem kallast Plucker. Á vefsetrinu www.plkr.org er hægt að sækja hugbúnað fyrir ýmis stýrikerfi, Plucker Desktop, og þar er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig setja á búnaðinn upp.

Notendur lóafatölva með Windows CE og Pocket PC stýrikefi frá Microsoft geta nýtt sér eftirfarandi leiðbeiningar:

Á þeim tölvum sem eru með Microsoft ActiveSync upp sett, en hugbúnaðurinn fylgir lófatölvum með Windows CE / Pocket PC, er liðurinn Create Mobile Favorite undir Tools á valslá Internet Explorer. Sú síða sem sækja á í viðkomomandi tölvu, í þessu tilfelli vasi.mbl.is/, er kölluð upp í vafranum og síðan smellt á Tools / Create Mobile Favorite. Hægt er að velja nafn á tengilinn, til að mynda mbl.is, og velja hvenær dags á að sækja síðuna. Þeirri stillingu er hægt að breyta síðar eins og betur verður greint frá.

Þegar búið er að búa til Mobile Favorite-tengil er smellt á Tools / Syncronize. Í þeim tilmælaglugga er hægt að breyta stillingum á tenglinum, en það þarf að gera til að að tryggja að frétir berist í tölvuna. Smellið á tengilinn og síðan á Properties. Gætið að því að þar sé hakað við Make this page available offline og smellið síðan á flipann Download. Gangið úr skugga um að talan 2 sé valin þar sem skilgreint er hve mörgum tenglum á að fylgja (Download pages 2 links deep from this page), en þá sækir tölvan upphafssíðuna og fréttir sem eru undir henni.

Einnig er hægt að velja Favorites / Organize Favorites, smella á Mobile Favorites, velja viðkomandi tengil og sýsla með hann þar.

Gætið að því að í samskiptastillingum (Tools / Options / Sync Options í Microsoft ActiveSync) sé hakað við Favorites. Einnig að til að fá nýjustu fréttir þarf að velja Tools / Synchronize í Internet Explorer.