Haukar sömdu við McCunnie

James McCunnie ásamt Páli Guðmundssyni í meistaraflokksráði Hauka.
James McCunnie ásamt Páli Guðmundssyni í meistaraflokksráði Hauka. www.haukar.is

Haukar hafa samið við skoska knattspyrnumanninn James McCunnie um að leika með þeim út þetta keppnistímabil og hann getur því spilað með þeim gegn KR í 12. umferð Pepsideildarinnar á sunnudagskvöldið.

McCunnie er 27 ára gamall varnar- eða miðjumaður og á tæpa 100 leiki að baki í skosku úrvalsdeildinni með Dunfermline og Dundee United. Hann lék síðast með East Fife í skosku 2. deildinni og þar á undan með Hartlepool í ensku 2. deildinni.

McCunnie var á sínum tíma fyrirliði skoska 21-árs landsliðsins og veturinn 2002-03 var hann samherji Arnars Gunnlaugssonar, núverandi leikmanns Hauka, hjá Dundee United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert