Garðar í Stjörnuna og Steinþór til Örgryte

Steinþór Freyr Þorsteinsson er farinn til Örgryte.
Steinþór Freyr Þorsteinsson er farinn til Örgryte. mbl.is/rax

Knattspyrnulið Stjörnunnar fékk í dag fyrrum liðsmann sinn, Garðar Jóhannsson, en hann hætti hjá Hansa Rostock í Þýskalandi í sumar. Steinþór Freyr Þorsteinsson yfirgaf hinsvegar Stjörnuna og gekk til liðs við sænska 1. deildarliðið Örgryte. Frá þessu hvorttveggja var greint á Fótbolti.net í dag.

Garðar, sem er þrítugur sóknarmaður og á 6 A-landsleiki að baki, er uppalinn Stjörnumaður en lék með KR og Val áður en hann fór til Fredrikstad í Noregi árið 2007 og til Hansa Rostock í janúar.

Steinþór, sem er 25 ára sóknartengiliður, á 4 landsleiki að baki en hann kom til Stjörnunnar frá Breiðabliki fyrir tveimur árum og hefur verið mjög áberandi í liði Stjörnunnar frá því liðið kom uppí úrvalsdeildina í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert