Fram lagði Keflavík og komst upp fyrir Val

Guðjón Antoníusson Keflvíkingur reynir að stöðva Joe Tillen hjá Fram …
Guðjón Antoníusson Keflvíkingur reynir að stöðva Joe Tillen hjá Fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram tókst að finna glufu í sterkri vörn Keflvíkinga eftir hlé og vann 2:1 þegar 19. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildarinnar, lauk á Laugardalsvelli í kvöld. 

Halldór Hermann Jónsson skoraði fyrsta markið með þrumuskoti á 36. mínútu en félagi hans Jón Guðni Fjóluson jafnaði með sjálfsmarki á 43. mínútu.  Fjörugur fyrri hálfleikur þegar hvort lið átti skot í slá.  Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur og Almarri Ormarssyni tókst þó að skora sigurmark Fram á 77. mínútu. 

Sigur Framara dugði til að koma liðinu upp fyrir Val í 5. sæti deildarinnar og heldur lifandi neista um að ná Evrópusæti ef allt gengur þeim í hag en öðrum ekkert.  Keflvíkingar eru eftir sem áður í 8. sætinu.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson,  Samuel Tillen, Almarr Ormarsson, Ívar Björnsson, Jón Guðni Fjóluson, Tómas Leifsson,  Josep Tillen.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Hlynur Atli Magnússon, Hörður Björgvin Magnússon, Alexander Veigar Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Jón Orri Ólafsson.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Alen Sutej, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson, Haukur Ingi Guðnason, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson.
Varamenn: Lasse Jörgensen, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Arnór Ingvi Traustason, Magnús Þór Magnússon, Magnús Þórir Matthíasson, Viktor Smári Hafsteinsson.
Fram 2:1 Keflavík opna loka
90. mín. Magnús Þ. Matthíasson (Keflavík) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert