Atli Viðar áfram með FH

Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum fyrir FH í …
Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum fyrir FH í mörg ár. mbl.is/Árni Sæberg

Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson skrifaði í dag undir nýjan samning við FH og mun því leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Atli skrifaði undir samning til eins árs með möguleika á árs framlengingu. Samkvæmt vefnum FHingar.net var hann afar eftirsóttur í haust en ákvað að halda sig hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Atli Viðar, sem er Dalvíkingur, kom til FH árið 2000 og hefur raðað inn mörkum undanfarin ár. Hann fékk silfurskóinn 2009, bronsskóinn 2010, silfurskóinn 2011 og svo gullskóinn 2013. Í sumar skoraði hann 8 mörk í 18 leikjum, oftar en ekki sem varamaður.

Atli Viðar hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari. Hann er bæði leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi og er fjórði markahæsti leikmaður efstu deildar karla í sögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert