Stúlkurnar skelltu Englendingum

Byrjunarlið Íslands fyrir einn leikjanna á NM í Danmörku.
Byrjunarlið Íslands fyrir einn leikjanna á NM í Danmörku. Ljósmynd/dbu.dk

Ísland sigraði England, 1:0, í leik um sjöunda sætið á Norðurlandamóti stúlkna í knattspyrnu, U17 ára, sem var að ljúka í Kolding í Danmörku.

Rannveig Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu efir að brotið var á Ásdísi Karen Halldórsdóttur.

Íslensku stúlkurnar voru óheppnar í leikjum við sterk lið á mótinu því í riðlakeppninni töpuðu þær þremur jöfnum viðureignum, 0:1 gegn Svíum, 0:1 gegn Norðmönnum og 1:2 gegn Þjóðverjum.

Þess ber að geta að þetta er næsti árgangur á eftir U17 ára liðinu sem var að ljúka sínu tímabili með úrslitakeppni Evrópumótsins á Íslandi í vikunni. Þessar stúlkur fara í undankeppni næsta Evrópumóts í haust og spila þá í riðli í Svartfjallalandi þar sem þær mæta heimaliðinu, Finnum og Færeyingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert