Serbneskur framherji í Víking

Víkingur fékk liðsstyrk í dag.
Víkingur fékk liðsstyrk í dag. Eva Björk Ægisdóttir

Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík samdi í dag við serbneska framherjann Vladimir Tufegdzic en hann gerir samning út tímabilið.

Þessi öflugi leikmaður kemur frá serbneska fyrstu deildar liðinu Sindelic Belgrad, en hann var öruggur fyrir framan markið á síðustu leiktíð og gerði sex mörk í þrettán leikjum.

Hann er nú kominn í Víking, en mun þó ekki æfa með aðalliðinu fyrr en það kemur heim frá Slóveníu, þar sem liðið mun mæta Koper í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Hann verður löglegur frá og með 15. júlí.

Víkingur er með 9 stig í Pepsi-deildinni eftir tíu umferðir, en félagið vonast til þess að hann komist á skrið sem allra fyrst og fari að raða inn mörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert