Útisigrar í báðum leikjum

Frá viðureign KR og Fylkis í Frostaskjólinu í kvöld.
Frá viðureign KR og Fylkis í Frostaskjólinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir leikir voru á dagskrá í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Bæði heimaliðin þurftu að þola 1:3 tap en KR beið lægri hlut fyrir Fylki og Afturelding tapaði fyrir Stjörnunni.

Stjarnan er þar með komin með 21 stig í öðru sæti deildarinnar en Breiðablik er með 22 stig á toppnum og á útileik gegn ÍBV annað kvöld til góða. Fylkir er nú með 10 stig í 7. sætinu og KR er í 8. sæti með 6 stig

Shu-o Tseng kom Fylki yfir með frábæru marki efst í vinstra hornið á 52. mínútu. Bergling Björg kom Fylki í 2:0 fimm mínútum síðar þegar hún komst ein í gegn eftir varnarmistök og kláraði snyrtilega. Síðan var það Sara Lissy, leikmaður KR, sem kom Fylki í 3:0 með sjálfsmarki 2 mínútum síðar. KR-ingar minnkuðu muninn í 1:3 með marki Sigríðar Maríu á 75. mínútu og þar við stóð.

Í Mosfellsbæ voru það heimamenn sem komust í forystu á 21. mínútu með marki Elise Kotsakis. Stjörnukonur voru ekki lengi að jafna metin og það var Harpa Þorsteinsdóttir sem átti heiðurinn á 23. mínútu. Stjarnan komst síðan í 2:1 á 35. mínútu með marki Guðrúnar Karítas. Harpa Þorsteinsdóttir batt svo enda á vonir Aftureldingar um að ná úrslitum með öðru marki sínu á 59. mínútu. Góður sigur Stjörnunnar sem er í öðru sæti en þetta var engu að síður skyldusigur ef þær ætla sér að verja titilinn í sumar. Afturelding er á botni deildar með 1 stig.

Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is en blaðamaður mbl.is verður á Alvogen-velli og því gæti lýsing leiks KR og Fylkis orðið ítarlegri.

Flautað er til leiksloka. Útisigrar, 3:1, í báðum leikjum dagsins en hvorugt kom mikið á óvart.

88. Þriðja og síðasta skipting KR. Chelsea Leiva fer af velli og Stefanía Pálsdóttir kemur inn.

79. Staðan er enn 1:3 í Mosfellsbæ.

78. Chelsea Leiva á skot sem fer yfir mark Fylkis. Afar góð stemning í Vesturbænum en stuðningsmenn liðanna hafa kallast á síðustu mínútur.

76. Önnur skipting KR. Kelsey Loupee fer af velli fyrir Oktavíu Jóhannsdóttur.

75. MARK!!! KR 1:3 Fylkir Sigríður María minnkaði muninn fyrir KR eftir mistök í vörn FH. Sigríður stóð við loforð sitt því hún lofaði á Twitter-síðu sinni að hún myndi skora í dag.

73. Önnur skipting Fylkis. Ólína Guðbjörg fer af velli fyrir Rakel Jónsdóttur.

66. Fyrstu skiptingar leiksins. Sonja Björk hjá KR fer af velli og Ásdís Karen kemur inn á. Fylkiskonan Eva Núra fór af velli fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur.

62. Sigríður María fær fyrsta gula spjald KR.

60. MARK!!! KR 0:3 Fylkir Sara Lissy skorar sjálfsmark. Hún skallar boltann ansi vel en það er því miður í eigið mark.

59. MARK!!! Afturelding 1:3 Stjarnan Harpa Þorsteinsdóttir skorar annað mark sitt í leiknum og virðist ætla að binda enda á vonir Aftureldingar um að ná úrslitum í dag.

57. MARK!!! KR 0:2 Fylkir Berglind Björg kemst ein í gegn og leggur boltann í hægra hornið eftir varnarmistök KR-inga. Fylkiskonur hafa komið afar sterkar til seinni hálfleiks.

55. Fylkiskonur eiga aukaspyrnu gjörsamlega á vítateigslínunni. Sandra tók spyrnuna en hún var slök.

52. MARK!!! KR 0:1 Fylkir Shu-o Tseng skorar með frábæru skoti rétt utan teigs. Tara átti ekki möguleika í skotið sem fór efst í vinstra hornið.

45. Seinni hálfleikur er hafinn í báðum leikjum.

45. Flautað er til leiks í Vesturbæ og staðan er 0:0 á milli KR og Fylkis.

45. Ólína Guðbjörg á hörfuskot en Tara Macdonald, markvörður KR, vel frábærlega.

44. Hulda Hrund hjá Fylki þurfti að þola heldur öfluga tæklingu og þarf aðhlynningu utan vallar.

45. Það er hálfleikur í Mosfellsbæ og staðan er 1:2.

41. Íris Ósk, miðvörður KR, á hörkuskot úr aukaspyrnu sem Eva Ýr þarf að hafa sig alla til að verja.

37. Stemningin í Vesturbænum er frábær. Bóas, brjálaði stuðningsmaður KR, er byrjaður að lemja í veggi.

35. MARK!!! Afturelding 1:2 Stjarnan Stjarnan fullkomnar endurkomuna Guðrún Karítas skorar annað mark liðsins sem er komið í forystu.

28. Chelsea Leiva skýtur vel yfir markið úr góðu færi. Staðan enn 0:0 í Vesturbæ.

27. Lucy Gildein á skot sem Tara ver vel. Fylkir á horn.

23. MARK!!! Afturelding 1:1 Stjarnan Allt að verða vitlaust í Mosfellsbæ. Stjarnan ætlar sér alls ekki tap í dag og Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði metin aðeins 2 mínútum eftir að Afturelding komst yfir.

21. MARK!!! Afturelding 1:0 Stjarnan Elise Kotsakis kemur Aftureldingu yfir!

19. Sonja kemst ein í gegn en Ólína, varnarmaður Fylkis, á fullkomna tæklingu og bjargar málunum.

13. Allt rólegt í Mosfellsbæ, staðan er 0:0 í leik Aftureldingar og Stjörnunar eftir 14 mínútur.

7. Ruth Þórðar á hörkuskot að marki KR en Tara ver vel.

4. Fyrsta færi leiksins er dauðafæri KR úr hornspyrnu. Chelsea Leiva skallar að marki en Eva Ýr náði að bjarga boltanum af marklínunni eftir mikið moð inni í teig.

1. Flautað er til leiks. Blaðamaður mbl.is er staddur í Frostaskjóli að fylgjast með KR taka á móti Fylki. Afturelding-Stjarnan er í beinni lýsingu á úrslit.net og við styðjumst við upplýsingar þaðan. 

Byrjunarlið KR og Fylkis:

KR Fylkir
 BYRJUNARLIÐ
Tara E Macdonald (M)   Eva Ýr Helgadóttir  (M)  
Chelsea A. Leiva    Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir    
Sigrún Birta Kristinsdóttir     Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir  (F)  
Sonja Björk Jóhannsdóttir     Hulda Hrund Arnarsdóttir    
Sara Lissy Chontosh     10  Ruth Þórðar Þórðardóttir    
11  Sigríður María S Sigurðardóttir    18  Jasmín Erla Ingadóttir    
14  Hulda Ósk Jónsdóttir     20  Eva Núra Abrahamsdóttir    
17  Jóhanna K Sigurþórsdóttir     22  Lucy Gildein   
18  Íris Ósk Valmundsdóttir     23  Berglind Björg Þorvaldsdóttir    
25  Hugrún Lilja Ólafsdóttir     27  Sandra Sif Magnúsdóttir    
26  Kelsey Loupee (F)   30  Shu-o Tseng 

Byrjunarlið Aftureldingar og Stjörnunnar:

Afturelding Stjarnan
 BYRJUNARLIÐ
Mist Elíasdóttir  (M)(F)   Sandra Sigurðardóttir  (M)  
Elín Svavarsdóttir     Ana Victoria Cate   
Elise Kotsakis    Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (F)  
Stefanía Valdimarsdóttir     10  Anna María Baldursdóttir    
Hrefna Guðrún Pétursdóttir     11  Guðrún Karítas Sigurðardóttir    
10  Kristín Þóra Birgisdóttir     13  Lára Kristín Pedersen    
13  Sasha A. Andrews    17  Rúna Sif Stefánsdóttir    
14  Gunnhildur Ómarsdóttir     19  Anna Björk Kristjánsdóttir    
15  Katla Rún Arnórsdóttir     24  Bryndís Björnsdóttir    
23  Helen Leanne Lynskey    26  Harpa Þorsteinsdóttir    
26  Eva Rún Þorsteinsdóttir     30  Írunn Þorbjörg Aradóttir    
 
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö marka Stjörnunnar í kvöld.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö marka Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert