Eins og að flytja til útlanda

Steinþór Freyr Þorsteinsson kom til KA í vetur frá Sandnes …
Steinþór Freyr Þorsteinsson kom til KA í vetur frá Sandnes Ulf í Noregi og hér er hann á leið á æfingu á KA-vellinum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það er senn spennandi og skemmtilegt að flytja heim til Íslands og norður á Akureyri þar sem ég þekki ekki mikið til. Þar hef ég aldrei búið fyrr og segja má að það sé nánast eins og að flytja til útlanda,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson knattspyrnumaður þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í vikunni. Steinþór Freyr gekk í vetur til liðs við nýliða Pepsi-deildarinnar, KA.

Steinþór Freyr hafði búið ytra í rúm sex ár, lengst af í Stafangri í Noregi en einnig um skeið í Svíþjóð. Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Örgryte í Svíþjóð en flutti sig yfir landamærin til Noregs og til Stafangurs eftir nokkurra mánaða dvöl þegar Örgryte varð gjaldþrota.

„Nú þarf maður að koma sér inn í rútínuna hér á landi með æfingum seinni hluta dags eftir vinnu sem leiðir til þess að maður kemur ekki heim fyrr en seint á kvöld. Dagarnir fara í vinnu og æfingar þegar fram líða stundir. Maður þarf að venjast breytingum í þessum efnum. En það er gaman að flytja heim, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir konuna og börnin,“ sagði Steinþór Freyr sem flutti heim í febrúar og hefur hreiðrað um sig á Akureyri ásamt eiginkonu og þremur börnum sem eru á leik- og grunnskólaaldri.

Viðtalð í heild sinni er að finna í Fótboltinn 2017, sérblaði um Pepsi-deild karla sem fylgir Morgunblaðinu í dag en þar er fjallað ítarlega um deildina sem hefst á sunnudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert