Stutt á milli í þessum leik

Arnar Már Guðjónsson, ÍA, tæklar Felix Má Friðriksson.
Arnar Már Guðjónsson, ÍA, tæklar Felix Má Friðriksson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar.

„Það var nú heilmargt gott í þessu. Þriðja og fjórða markið hjá þeim kemur nú bara þegar við erum orðnir einum og hálfum manni færri og þetta eru ekkert smá flott mörk sem þeir skora þannig að munurinn er að þeir eiga 5 skot á rammann og skora fjögur en við sjö og skorum bara eitt,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir 4:1 tap gegn Skagamönnum á Hásteinsvelli í dag í Pepsi-deild karla.

„Það er svo stutt á milli í þessum leik, þegar við erum ofan á í leiknum þá skorum við ekki og látum verja þau skot sem við komum á rammann og svo komum við ekki í veg fyrir að þeir fái opin færi þegar við liggjum svona á þeim.“ 

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hafsteinn Briem fékk rautt spjald í leiknum og er á leið í bann. Avni Pepa meiddist í leiknum, þið hljótið að vera í vandræðum í öftustu línu?

„Hafsteinn spilar nú á miðvikudaginn en lendir svo í banni á sunnudaginn eftir viku, þá sjáum við í hvernig standi Avni verður og þá metum við stöðuna hvort við getum spilað þetta kerfi sem við erum að spila,“ sagði Kristján.

Var þetta rautt spjald á Hafstein Briem að þínu mati?

„Hann gefur honum sína aðra áminningu. Ég veit ekki hvort þetta var rétt. Dómararnir voru alveg ágætir,“ segir Kristján og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert