Portúgali í viðræður við Framara

Framarar fagna marki gegn Gróttu á dögunum.
Framarar fagna marki gegn Gróttu á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Portúalski knattspyrnuþjálfarinn Petro Hipólit er væntanlegur til landsins í dag til viðræðna við forráðamenn Fram um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins. Brynjar Jóhannesson, formaður meistaraflokksráðs Fram, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í dag.

Ásmundi Arnarssyni var sagt upp störfum hjá Fram í síðustu viku og hefur aðstoðarmaður hans, Ólafur Brynjólfsson, stýrt liðinu tímabundið. Undir hans stjórn vann liðið Gróttu í síðustu viku og með þeim sigri komust Framarar upp í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.

Framarar munu setjast niður með Hipólit á morgun og eftir þann fund ætti að skýrast hvort hann taki við þjálfun Safamýrarliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert