Hansen til liðs við Víking

Nikolaj Hansen í leik með Val í fyrra.
Nikolaj Hansen í leik með Val í fyrra. mbl.is/Golli

Nikolaj Hansen, danski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið með Val í hálft annað ár, er genginn til liðs við Víking í Reykjavík.

Hann hefur fengið leikheimild og getur spilað með Víkingum þegar þeir  taka á móti KR annað kvöld í Pepsi-deild karla.

Hansen er 24 ára gamall sóknarmaður og kom við Vals fyrir síðasta tímabil frá Vestsjælland en missti af stórum hluta þess vegna meiðsla. Hann lék 7 leiki og skoraði í þeim 2 mörk. Í ár hefur Hansen ekki tekist að festa sig í sessi í Valsliðinu. Hann lék sex fyrstu leikina í deildinni, tvo þeirra í byrjunarliðinu, og skoraði 2 mörk, en hefur ekki komið við sögu eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert