FH í sömu stöðu og fyrir fjórum árum

Frá viðureign Maribor og FH í gær.
Frá viðureign Maribor og FH í gær. Ljósmynd/nkmaribor.com

Íslandsmeistarar FH eru í sömu stöðu í dag og þeir voru fyrir fjórum árum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

FH mætti austurríska liðinu Austria Vín í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í ágúst 2013. Liðið tapaði fyrri leiknum í Austurríki, 1:0, en varð að láta sér lynda markalaust jafntefli í Kaplakrika eftir að hafa spilað manni fleiri síðasta hálftíma leiksins. FH spilaði síðan við belgíska liðið Genk í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar í umspili um að komast í riðlakeppnina en tapaði einvíginu samanlagt, 7:2.

FH tapaði í gærkvöld fyrir slóvenska meistaraliðinu Maribor, 1:0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og liðin mætast öðru sinni í Kaplakrika á miðvikudaginn. Liðið sem hefur betur fer í 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og þar með í umspil um sæti í Evrópudeildinni en tapliðið fer í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Nái FH að slá Maribor út verður það fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér þátttökurétt í riðlakeppni á Evrópumótunum. Sigurliðin úr 4. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar vinna sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert