Líður eins og við höfum tapað leiknum

Eyjakonur fagna í kvöld.
Eyjakonur fagna í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er ekki sáttur, við áttum að taka þrjú stig í dag,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir 2-2 jafntefli við Grindavík í Pepsi-deild kvenna í Vestmannaeyjum í dag.

„Að mínu mati eru þetta tvö töpuð stig og mér líður eins og við höfum tapað þessum leik. Við vorum langt frá okkar besta í dag. Spilum ágætlega á köflum en annars vorum við að taka alltof margar snertingar og boltinn gekk hægt á milli manna,“ sagði Jeffsy í samtali við mbl.is eftir leik.

„Ég bjóst við þeim svipuðum og í undanúrslitunum, að þær yrðu þéttar til baka og erfitt að komast bak við þær. Við reyndum að fara upp kantinn til að koma boltanum inn í teig en þetta breytist mjög hratt því við skorum snemma. Við hefðum átt að halda áfram með það sem við vorum að gera fyrstu 10 mínúturnar. Við duttum langt frá þeim og tókum margar skrýtnar ákvarðanir með og án bolta. Það var erfitt að horfa upp á þetta,“ sagði Jeffsy að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert