Mikilvægur leikur í Grafarvogi á morgun

Frá leik FH og Fjölnis í Kaplakrika í sumar.
Frá leik FH og Fjölnis í Kaplakrika í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar FH geta skotist upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu takist liðinu að vinna sigur á Fjölni á morgun.

Þetta er frestaður leikur frá því í 15. umferðinni en leiknum var frestað vegna þátttöku FH-inga í Evrópukeppninni.

FH er stigi á eftir Stjörnunni í þriðja sæti deildarinnar og með sigri tryggja Íslandsmeistararnir sér sæti í Evrópusæti en FH er með fjórum stigum meira en KR-ingar sem eru í öðru sætinu.

Fjölnismenn þurfa nauðsynlega á stigum að halda en Grafarvogsliðið er í 10. sætinu, er stigi á undan Víkingi Ólafsvík. Fái Fjölnir stig í kvöld falla Skagamenn.

Fjölnir vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika, 2:1, en flautað verður til leiks á Ekstra-vellinum í Grafarvogi klukkan 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert