Í dag var andrými og við nýttum okkur það

Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson Ljósmynd/Kristinn Magnússon

„Við vorum ekki tilbúnir að mæta þeim í baráttunni, ef þú ert ekki tilbúinn að mæta liðum í baráttu gengur fæst annað upp," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2:1-tap á útivelli gegn Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. 

„Þetta voru sanngjörn úrslit. Við klóruðum í bakkann þegar við fengum markið á okkur, við jöfnuðum leikinn eftir að þeir féllu til baka og gáfu okkur pláss. Þeir voru hins vegar alltaf hættulegir í skyndisóknum og við gátum alltaf fengið á okkur mark."

Gunnar Nielsen, markmaður FH, átti sök í fyrra marki Fjölnis. Igor Jugovic skoraði þá fallegt mark eftir að Gunnar sparkaði boltann beint til hans. Jugovic skilaði boltanum í markið af um 35 metra færi. 

„Í fyrra markinu átti hann að sparka boltanum út af en ég held hann hafi lítið getað gert í seinna markinu."

Heimir segir að með frammistöðu eins og í dag, bíði þeirra aðeins tap gegn Víkingi Ólafsvík í næstu umferð. 

„Næst eigum við erfiðan leik á móti Víkingi Ólafsvík í Ólafsvík og ef við ætlum að mæta þar eins og við gerðum í kvöld töpum við þeim leik líka. Alvöru leikmenn og alvöru lið fara í markið sem fyrst. Í dag var andrými og við nýttum okkur það," sagði Heimir að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert