Tvær sterkar snúa til baka

Alexandra Popp er í þýska hópnum sem mætir Íslandi.
Alexandra Popp er í þýska hópnum sem mætir Íslandi. Ljósmynd/dfb.de

Sex leikmenn úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg, sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, og fimm leikmenn úr Bayern München eru í þýska landsliðshópnum sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í knattspyrnu í Wiesbaden í Þýskalandi á morgun. Miðjumaðurinn Melanie Leupolz úr Bayern München og framherjinn Alexandra Popp úr Wolfsburg koma inn í þýska hópinn á nýjan leik. Leupolz hefur verið frá keppni í meira en ár vegna meiðsla og Popp missti af Evrópumótinu í Hollandi í sumar vegna meiðsla.

„Leikurinn við Ísland er sérstaklega mikilvægur. Ísland var með á EM eins og við og ég held að íslenska liðið sé erfiðasti mótherji okkar í riðlinum,“ segir Steffi Jones, þjálfari þýska landsliðsins, á vef þýska knattspyrnusambandsins. Þjóðverjar hafa unnið báða leiki sína, Slóvena 6:0 og Tékka 1:0, en Íslendingar mæta Tékkum á þriðjudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert