Þróttur kominn á blað

Viktor Jónsson skoraði annað mark Þróttar í sigri liðsins gegn …
Viktor Jónsson skoraði annað mark Þróttar í sigri liðsins gegn ÍR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þróttur Reykjavík nældi sér í sín fyrstu stigu í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu með 3:1-sigri sínum gegn ÍR í leik liðanna í Egilshöll í Grafarvogi í dag. 

Það voru Aron Þórður Albertsson og Viktor Jónsson sem komu Þrótti tveimur mörkum yfir með mörkum sínum í fyrri hálfeik. Víðir Þorvarðarson bætti svo þriðja marki Þróttar við þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

ÍR-ingar löguðu stöðu sína þegar Brynjar Óli Bjarnason klóraði í bakkann með marki sínu í uppbótartíma leiksins, en þar við sat og niðurstaðan nokkuð þægilegur sigur Þróttar.  

Þróttur er í fjórða sæti riðilsins með þrjú stig eftir þennan sigur, en ÍR vermir hins vegar botnsæti riðilsins án stiga. Liðin munu bæði leika í 1. deild í sumar, en ÍR verður þá nýliði í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert