Hannes af velli í hálfleik vegna meiðsla

Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla í hálfleik í lokaleik leiktíðarinnar hjá hans mönnum í Randers sem lögðu Lyngby að velli, 2:1, í umspilskeppni danska fótboltans og heldur liðið þar með sæti sínu í efstu deild.

Í textalýsingu Amtsavisen kemur fram að Hannes Þór hafi farið af velli vegna nárameiðsla. Hannes Þór kenndi sér meins eftir um hálftíma leik en kláraði þó hálfleikinn.

Ekki er ljóst hvort um alvarleg meiðsli er að ræða en Hannes Þór er eins og alþjóð veit aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem á fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Rússlandi þann 16. júní næstkomandi gegn Argentínu.

Randers vann einvígið við Lyngby 4:2 samanlagt og heldu þar með sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert