Gríðarleg pressa á arftakanum

Hver verður eftirmaður Heimis Hallgrímssonar?
Hver verður eftirmaður Heimis Hallgrímssonar? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hver tekur við íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu nú þegar Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt þjóðinni að hann muni hætta störfum? Það er langt síðan kaffistofur landsins fengu hitamál til þess að ræða til þrautar en það hafa flestir ef ekki allir Íslendingar skoðun á því hver eigi að taka við landsliðinu af Heimi. Tannlæknirinn er ekki bara sá maður sem leyfði íslensku þjóðinni að dreyma. Hann er maðurinn sem leyfði okkur að upplifa drauminn og ef hann færi í forsetaframboð á morgun fengi hann eflaust rússneska kosningu í það ágæta embætti.

Nýr þjálfari mun stjórna íslenska liðinu strax 8. og 11. september þegar Ísland mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA. Pressan á þeim þjálfara verður gríðarleg, sérstaklega ef hann verður af erlendu bergi brotinn. Liðið hefur farið á tvö stórmót í röð, Evrópumótið í Frakklandi þar sem tap gegn heimamönnum í átta liða úrslitum keppninnar í París var niðurstaðan og svo heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem liðið féll úr leik eftir riðlakeppnina. Íslendingar gera þá kröfu að liðið verði með á EM 2020 og standi sig vel í Þjóðadeildinni. Byrjunin hjá næsta þjálfara liðsins mun skipta sköpum. Hljóðið í bæði Heimi og forráðamönnum KSÍ er á þá leið að breytinga sé þörf og það geta eflaust margir tekið undir það, þangað til annað kemur í ljós.

Sjá má greinina um hugsanlegan arftaka Heimis í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert