Harpa með slitið krossband

Harpa Þorsteinsdóttir er með slitið krossband.
Harpa Þorsteinsdóttir er með slitið krossband. mbl.is/Arnþór Birkisson

Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, er með slitið krossband en þetta staðfesti hún í samtali við RÚV.is í dag. Harpa meiddist á hné í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna um helgina þar sem Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli, 2:1.

Harpa steig illa niður á 64. mínútu með þeim afleiðingum að hún var borin af velli. Hún fór í myndatöku í dag og staðfesti hún í samtali við RÚV að krossbandið væri slitið. Hún verður því frá næstu mánuðina og verður ekki með meira með Stjörnunni á þessari leiktíð.

Þá verður hún ekki með íslenska kvennalandsliðinu í mikilvægu leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert