KSÍ sektar KR og dæmir ósigur

KR vann leikinn en er dæmdur ósigur.
KR vann leikinn en er dæmdur ósigur. mbl.is/Hari

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað KR fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í leik á Reykjavíkurmótinu 13. janúar. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Kvennalið KR mætti þá HK/Víkingi og vann leikinn 3:1. Hins vegar tefldi KR fram Sigríði Kristjánsdóttur í leiknum, en hún var skráð í Gróttu. KR var því dæmt tap, 3:0, og sektað um 25 þúsund krónur en sú sekt hefði getað verið hærri.

Samkvæmt reglum KSÍ um knattspyrnumót segir í grein 40.1:

„Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 50.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Sé brotið framið í öðrum flokkum skal sektin vera allt að kr. 50.000.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert